Hvorki félagsmálaráðuneytið né ríkisendurskoðandi hafði neitt eftirlit með Byrginu. Hvorki fjárlaganefnd né Alþingi í heild hafði hugmynd um, í hvaða rekstur þeir voru að henda 186 milljónum króna. Byrgið felur sig bak við tvo gamla lækna, sem segjast ekki hafa neina hugmynd um reksturinn og fela sig bak við orðhengilshátt um mun á afeitrun og aðhlynningu. Byrgið er gott dæmi um, hversu auðvelt er að draga pólitíkina á tálar. Pólitíkusar eru alltaf að kaupa sér vinsældir á kostnað skattgreiðenda. Fríspil Byrgisins er afleiðing af vanþroskuðu stjórnmálakerfi.
