Frír leikskóli

Punktar

Svo að ég gleymi því ekki, þá var það Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri, sem setti fram ráðagerðina um að gera leikskóla borgarinnar ókeypis á nokkrum árum. Það var frábær hugmynd, sem allir voru hneykslaðir á, þegar hún kom fram í vetur. Nú þykjast allir Lilju kveðið hafa og allir flokkar lofa fríum leikskóla í áföngum á nokkrum árum. Ég held hins vegar, að enginn meini það í alvöru nema Steinunn Valdís. Hinir eru bara að keppast við að ljúga upp sem stærstum og flestum kosningaloforðum, svo að menn kjósi þá.