Friðrik V kominn heim

Veitingar

Aldrei skildi ég, hvers vegna hægt var að reka matstað á borð við Friðrik V í þorpinu Akureyri. Enda reyndist það ekki hægt. Nú er hann kominn á réttan stað í hverfi 101, þar sem menn lepja latté og hafa ekki vit á kvóta. Hefur slegið sér niður gegnt Kjörgarði við Laugaveg í snyrtilegri holu með plássi fyrir fáa útvalda. Þar ögrar hann allri samkeppni með að selja súpu og rétt dagsins á 1600 krónur í hádeginu. Karrísúpa og steinbítur dagsins sýndu, að Friðrik V er betri en nokkru sinni fyrr. Á kvöldin selur hann þriggja rétta málsverð á 5900 krónur og fimm rétta á 7900 krónur. Munið að panta, 4615775.