Friðmundarvötn

Frá vegamótum á Hellisvörðuási að Stífluvegi við Blöndulón.

Friðmundarvötn heita eftir landnámsmanninum Friðmundi í Forsæludal inn af Vatnsdal.

Byrjum við reiðslóðamót á Hellisvörðuási norðan Vestara-Friðmundarvatns. Förum til austurs austur fyrir Deildartjörn og síðan suður um Riðavíkurbungu. Næst til suðurs milli Friðmundarvatna og milli Mjóavatns og Þrístiklu. Loks suður að Stífluvegi við Blöndulón norðvestanvert.

16,9 km
Húnavatnssýslur

Skálar:
Friðmundarvötn: N65 18.285 W19 50.796.

Jeppafært

Nálægar leiðir: Öldumóða, Úlfkelshöfði, Áfangi, Stífluvegur, Gilsárvatn.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort