Fréttir segja fátt

Punktar

Fréttir af stjórnarskrárnefnd alþingis eru dæmi um, hversu lélegir fjölmiðlar eru orðnir. Spyrja ekki augljósra spurninga, lesendur eru litlu nær um kjarna máls. Hvernig stendur á misvísandi upplýsingum? Hvers vegna segir formaðurinn, að niðurstaða fáist á árinu, en einstakir nefndarmenn segja, að ósamkomulag sé um allar greinar? Hvers vegna ríkir alger leynd um framvindu málsins? Hvers vegna er ekki skoðuð fullbúin stjórnarskrá fólksins, sem fjórflokkurinn hefur læst niður í skúffu. Þetta er ekki einstakt dæmi. Á hverjum degi klóra ég mér í hausnum yfir fréttum, er sjálfkrafa leiða til fleiri spurninga en þær svara.