Fréttamenn meta fínimenn

Fjölmiðlun

Af hyggjuviti sínu skýra fjölmiðlar okkur frá, að dómarnir í Al Thani málinu séu þungir. Ekki segja fjölmiðlarnir, hvaðan þeir hafi þessa skoðun, sem er þó venja í fréttum. Vafalaust eru þar lögfróðir menn á bæjum, sem geta gefið slíkar yfirlýsingar. Gaman væri að vita hverjir. Mikki og Bingi? Gott væri líka að frétta af forsendum álitsgjafanna. Eru fjármálaglæpir bankabófa og uppistand lagatækna þeirra léttvæg mistök í samanburði við bjórkippuþjófnað undirstéttanna? Líklegast finnst mér, að höfundar fréttanna eigi erfitt með að fatta málið: Hægt er að dæma gullétandi fínimenn fyrir stórglæpi þeirra.