Frelsið ríkir ekki

Punktar

Ef þrjú fyrirtæki samtals eða færri ráða markaði í grein, jafngildir það einokun. Bankarnir þrír keppa ekki í þjónustu, bara í ímyndarauglýsingum. Olíufélögin keppa ekki og ekki heldur tryggingafélögin. Símafélögin keppa ekki í verði, heldur í rugli. Engin samkeppni er í flugi innanlands eða milli landa. Vörufragt er líka einokuð. Vinnsla búvöru hefur verið einokuð lengur en elztu menn muna. Verulegir þættir í kostnaði almennings eru í viðskiptum við einkafyrirtæki, sem njóta einokunar. Það er bara bull og áróður rammvilltra hugmyndafræðinga, að frjáls samkeppni ríki á Íslandi.