Frelsið er til að móðga

Fjölmiðlun

Margir voru á sínum tíma ósáttir við Jyllandsposten og létu það í ljós. Að því leyti brást heimurinn tjáningarfrelsinu. Salman Rusdie skilgreinir það svona: „What is freedom of expression? Without the freedom to offend, it ceases to exist.“ Tjáningarfrelsi er semsagt frelsi til að móðga fólk. Það er kjarninn. Tjáningarfrelsi sést einmitt af atburðum, sem reyna á tjáningarfrelsi. Fólk segir það einmitt þessa dagana í orðunum: „Je suis Charlie“. Þegar menn segja hins vegar „Je ne suis pas Charlie“, hafna þeir tjáningarfrelsinu. Frelsinu til að móðga hvern sem er, jafnvel almættið og handhafa félagslegs rétttrúnaðar.