Frekja meintra rétthafa

Punktar

Þrír stóru bókaútgefendanna í Bandaríkjunum kæra nýjan útgefanda fyrir að gefa út á vefnum ókeypis kennslubækur. Þeir segja þær bækur líkjast sínum bókum. Eins og höfundaréttur nái ekki bara til texta höfunda, heldur líka til staðreynda í texta hans. Ef stærðfræðibókahöfundar hjá Pearson, Cengage og Macmillan segja, að 2 x 2 = 4, má þá höfundur hjá Boundless ekki segja hið sama? Verður hann þá að segja, að útkoman sé fimm eða þrír? Þegar menn eru farnir að heimta höfundarétt að almæltum staðreyndum, er frekjan komin út yfir allan þjófabálk. Við þurfum senn að verjast fleiru af slíku tagi.