Frávik frá hefð

Punktar

Ólöf Nordal og Lilja Mósesdóttir urðu sér til skammar í eldhúsi Alþingis. Slík er orðin venja þingmanna. Athyglisverðara var, að þrír aðaltalsmenn flokka í umræðunni stóðu sig vel. Voru ekki í tuðinu, heldur sögðu eitthvað, sem við þurfum að heyra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var þar fremstur í flokki með framtíðarmúsík án lýðskrums. Svo nýtt af nálinni, að kallast má bylting. Sömu sögu má segja af Birgittu Jónsdóttur og Magnúsi Orra Schram. Voru málefnaleg, hvort með sínum hætti, öðruvísi en aðaltalsmenn Samstöðu og Sjálfstæðis. Ósköp væri notalegt, ef fleiri þingmenn skiptu yfir í þann gír.