Franska matarbyltingin

Veitingar

Í gamla daga voru fræg eldhús við hirðir kónga, keisara og soldána. Í Istanbul, París og Peking. Framreiddu flotta og flókna rétti, sem enn eru í hávegum. Nema sú franska. Byltingin franska, sem hófst 1789, háði sitt endatafl í matargerð árið 1965. Þá kom Nouvelle Cuisine til sögunnar í tímariti Gault Millau. Þaðan breiddist hún um allan heim sem Heimseldhúsið. Í Istanbul og Peking situr allt enn við það gamla. Eina þjóðin, sem hafði kraft til byltingar í matreiðslu, voru auðvitað Frakkar. Franska heimseldhúsið var eðlilegur lokasprettur í þekkingar- og lýðræðisbyltingu vesturlanda. Því er París enn miðstöð vestrænnar menningar.

(Nouvelle Cuisine)