Framtíðin byrjar

Punktar

Björt framtíð hefur tekið flugið, skotizt framúr Vinstri grænum og Framsókn. Það er góð byrjun á hægfara andláti fjórflokksins. Aðrir nýflokkar hafa enn ekki náð vopnum sínum. Píratar eru þó enn von, hafa lítið látið á sér kræla. Eitthvað skakkt er í kortunum hjá Dögun og Hægri grænum, sem hafa verið í umræðunni um skeið. Á þeim vettvangi þarf fólk að athuga sinn gang betur og skoða ný vinnubrögð og nýtt fólk. Samstaða virðist úr myndinni, enda ná eins manns flokkar varla langt. Staðan er bara góð nokkrum mánuðum fyrir kjörið. Brýnt er þó, að meiri hreyfing komist á pólitíska litrófið sem allra fyrst.