Framsókn í tímahraki

Punktar

Framsókn er læst í slæmu tímahraki. Þarf að halda ýmsa fundi til að komast að raun um, hver verði formaður. Hefðbundnir framsóknarmenn hafa horft á framgöngu Sigurðar Inga sem forsætisráðherra. Hafa séð týpuna, sem þeir eru vanir frá ómunatíð. Vilja fá hann sem formann. Ruslið, sem flaut inn á Alþingi í kjölfar Sigmundar Davíðs, er búið að gefast upp. Sér enga möguleika á að halda þingsæti sínu. Sigurður getur leyst málið með að slá í borðið og flytja margflutta ræðu valdaræningjans um kallið frá fólkinu í flokknum. Annars situr Framsókn uppi með Sigmund og ruglið úr einkaheimi hans. Framsókn dettur þá kannski af þingi.