Framsókn hrynur og píratar síga

Punktar

Þótt fylgi Framsóknar hafi hrunið eftir uppljóstranir um Sigmund Davíð, hefur fylgi stjórnarflokkanna staðið í stað. Flóttafólkið úr Framsókn fór nefnilega ekki til stjórnarandstöðunnar, heldur til Sjálfstæðisflokksins. Þannig er fylgi bófaflokkanna samtals enn um þriðjungur þjóðarinnar. Fastafylgi bófaflokkanna hefur fyrir löngu fundið þar sinn botn og fer ekki neðar, þótt skjálfi himinn og jörð. Hin fréttin úr könnun Gallup er flótti 3% kjósenda frá vinstri kanti Pírata yfir til Vinstri grænna. Ég sé þar afleiðingar augljósra innanflokkserja pírata. Veita kjósendum ekki lengur öryggistilfinninguna, sem þeir áður veittu. Sumir efast um, að staðið verði við stutt kjörtímabil með nýrri stjórnarskrá.

Skoðanakönnunin