Framsókn fer með himintunglum

Punktar

Framsókn samdi bænarskrár og kallar þær tillögur í efnahagsmálum. Ein skráin snýr að landsstjóra Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Hún biður hann um að lækka vexti. Ekki er ákvæði um, hvað gera skuli, ef landsstjórinn verður ekki við bóninni. Önnur bænarskráin snýr að erlendum lánardrottnum bankanna. Þeir eru beðnir um að slá 20% af kröfum sínum í húsnæðislán. Á þeirri forsendu, að þeir séu svo illu vanir, hafi orðið að afskrifa hluta af öðrum lánum. Ekki er ákvæði um, hvað gera skuli, ef þeir verða ekki við bóninni. Framsókn er nefnilega komin í kosningastuð og fer með himintunglum í óskhyggju.