Ég hef verið sakaður um, að láta Framsókn ekki njóta sannmælis. Því er mér ljúft að benda á, að Framsókn bjargaði Íbúðalánasjóði. Sjálfstæðið réðist að sjóðnum til að þjónusta bankana. Þeir þóttust geta tekið við hlutverki hans. Nú er komið í ljós, að þeir geta það ekki. Þeir fá ekki lengur ódýrt lánsfé frá útlöndum. Framsókn er því ekki alls varnað. Hefði Samfylkingin stungið við fótum eins og Framsókn? Ég efast um það. Því miður hefur Samfylkingin tekið upp óhefta frjálshyggju. Eins og annað ístöðulítið fólk, sem nýlega hefur látið sannfærast. Líklega er Framsókn heldur skárri.