Framsókn bannar glæpi

Punktar

Framsóknarflokkurinn hefur fundið snjalla aðferð við að afnema glæpi. Bara með því að banna skipulagða glæpastarfsemi. Skrítið er, að engum skuli hafa dottið þetta fyrr í hug neins staðar í heiminum. Að hægt sé að afnema glæpi með banni. Ég sé fyrir sér lögbrjótana leggja niður skottið í kjölfar nýrra laga af þessu tagi. Framsókn telur, að virðing lögbrjóta fyrir lögunum sé slík, að þetta gerist bara bingó. Tæplega hugsa þingmenn hennar út frá eigin reynslu. Erfiðlega hefur gengið að fá þekkta fjáraflamenn Framsóknar til að fara að lögum. Spurning er, hvort þingmenn Framsóknar séu með fullu viti.