Framleiða sýndarveruleika

Fjölmiðlun

Trúgirni og undirgefni eru helztu gallar fréttaveitna og fjölmiðla af því tagi, sem kallast stórblöð. Láta annars vegar her og leyniþjónustu segja sér, hvað séu fréttir. Láta hins vegar banka og peningamenn segja sér, hvað sé hagfræði. Samt eru hvorir tveggja hagsmunaaðilar. Her og leyniþjónusta belgjast út á að framleiða ótta við ímyndaða óvini. Bankar og peningamenn belgjast út á að selja eftirlitsleysi af hálfu ríkisins. Mikið af fréttum er því af sýndarveruleika, ekki af raunveruleika. Eftirlitsleysið framkallar bankahrun. Óttinn við ímyndaða óvini framkallar persónunjósnir og stríð.