Framboðið er niðurlæging

Punktar

Pétur Gunnarsson á Eyjunni bendir á einkennilega afsökunarbeiðni Íslands. Utanríkisráðuneytið biður Sri Lanka afsökunar á ferð Bjarna Vestmann til uppreisnarmanna Tamíla. Bjarni var að vinna vinnuna sína. Málið er hluti af vandræðum, sem hljótast af framboði Íslands til sætis í Öryggisráðinu. Til að kaupa atkvæði verður Ingibjörg Sólrún að skríða fyrir harðstjórum. Nú þegar er Kína sagt styðja framboð Íslands. Þaðan er von á illu einu. Þetta endar með, að Ísland verður allra gagn. Sendiherrar drekka hlandið úr sér, ef erlendir dólgar með atkvæðisrétt heimta það. Framboðið er niðurlæging.