Framboð umfram eftirspurn

Punktar

Fjórtán flokkar hafa hótað aðild að borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík í vor. Meira framboð en eftirspurn. Kannanir lofa nýlegum flokkum ekki góðu. Segja sex-átta flokka af fjórtán ná inn fulltrúum. Flokkur fólksins og Framsókn komast varla á blað. Ekkert sést heldur til Alþýðufylkingarinnar og Sósíalistaflokksins, né heldur til Íslenzku þjóðfylkingarinnar, Höfuðborgarlistans, Frelsisflokksins og Kvennaframboðsins. Sumir þeirra kunna að ná framgangi á kostnað gömlu flokkana og annarra flokka, sem hafa náð fótfestu. Kraðak verður í kosningabaráttunni. En kjósendur þurfa bara að átta sig á á, að eitt er stefna, en verkin ein tala. Samanber VG.