Fráleit paragröff

Punktar

Súrt er, að Sigurður Ingi Jóhannsson hyggist svívirða þjóðarviljann. Með því að hafna vinnu þjóðfundar, stjórnlagaráðs og þjóðaratkvæðagreiðslu við stjórnarskrá þjóðarinnar. Forsætisráðherra vill halda sumarþing um þriggja paragraffa ræfil frá stjórnlaganefnd Sigmundar Davíðs. Paragröffin eru í engu samræmi við áður upplýstan þjóðarvilja. Eru raunar sett fram til að gera fólki erfiðara fyrir að koma nýju stjórnarskránni í gegn. Ljóst er, að ekkert samkomulag verður á þingi um ræfil Sigurðar Inga. Forsætis er bara að koma illu af stað í lok ferils síns og tefja næstu alþingiskosningar fram til vors. Þetta eru fráleit paragröff.