Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ráðherra hefur skrifað brezkum þingmönnum frábært og harðort bréf. Frá því er sagt í Independent í dag. Þar sakar hún ríkisstjórn Bretlands um að rústa íslenzkum efnahag og orðspori. Rekur hún það í einstökum atriðum. Bréfið er líklega upphafið að þeirri nýju stefnu að hætta við að greiða ábyrgðir ríkissjóðs á innlánsreikningum IceSave. Hryðjuverk Breta verða líklega látin koma til frádráttar greiðslum frá Íslandi. Þetta hef ég lengi lagt til. Rétt pólitísk lína, sem Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn þarf að kyngja, ef hann vill lána okkur.