Frá þjóðfundi til stjórnarskrár

Punktar

Frá þjóðfundinum munu koma almennt orðuð hugtök á borð við Gegnsæi. Fólk vill gegnsæi. Stjórnlagaþinginu ber að taka upp hugtökin, útskýra þau og tengja við nýja stjórnarskrá. Í inngangi stjórnarskrár, sáttmála þjóðarinnar við sjálfa sig. Síðan fylgja útfærslur hugtakanna í greinum um handhafa valds, löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds. Bæta má við klausum um fjármálavald og fjölmiðlavald. Stjórnlagaþingið fylgi stjórnarskránni eftir með því að vísa henni til þjóðarinnar, áður en Alþingi fær hana í hendur. Annars eyðileggur Alþingi bara nýju stjórnarskrána með því að krukka í hana.