Fótaþurrka missir fóta

Punktar

Fyrst þýzka ríkið kaupir leynigögn um skattsvikara, ætti íslenzka ríkið að geta slíkt hið sama. Þjóðverjar eru nákvæmir um rétt og rangt og eru án efa ekki að fremja lögbrot með kaupunum. Hér á landi ríkir his vegar sérlega illskeyttur legalismi. Menn velta vöngum yfir, hvort virkilega sé rétt að kaupa gögn, sem gætu hugsanlega verið illa fengin. Að venju drukkna Íslendingar í vangaveltum legalisma. Svo illa villast menn, að skattrannsóknastjóri missir fóta. Bryndís Kristjánsdóttir telur Bjarna Benediktsson vera yfirmann skattrannsókna. Hefur vísað málinu til hans. Meira galin getur einföld skattrannsókn ekki orðið.