Fossel

Frá Vaði við Skjálfandafljót um Fosselsskóg að gamla þjóðveginum yfir Fljótsheiði.

Athugið, að þetta er viðurkennd reiðleið, þótt sumarhúsaeigendur við Vað reyni að amast við hestum.

Förum frá Vaði suður með fljótinu og síðan dráttarvélagötu á ská um skóginn upp á Fljótsheiði. Fylgjum þeirri slóð áfram uppi á heiði, unz við komum að gamla þjóðveginum um Fljótsheiði.

7,2 km
Þingeyjarsýslur

Nálægar leiðir: Kinnarfell, Fosselsskógur, Fljótsheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson