Fossbrekkur

Frá Múla í Múladal sunnan Geithellaár að leið um Geithelladal.

Hvor hluti dalsins heitir eftir höfuðbóli hvors um sig. Jeppaslóðir liggja inn dalinn beggja vegna árinnar inn að fjallaskálanum Leirási. Landslag er fjölbreytt í þessum langa dal, trjágróður þó meiri í Geithelladal.

Svo segir í Árbók FÍ 2002: “Áin er báðum [dölum] sameiginleg og ýmsir drættir í landslagi í dalnum svipaðir, berglög sem mynda ása ganga víða hallandi niður að ánni beggja vegna og bera sumpart hliðstæð nöfn. Augljósast er þetta þar sem fram koma litbrigði í líparíti og flikrubergslögum. Fjallgarðarnir hvor sínum megin ganga út frá Hraunum og eru báðir gilskornir, en norðan dalsins eru fjöllin jafnhærri en að sunnanverðu.; þar rís Þrándarjökull í 1248 m hæð …”

Förum frá Múla vestur fyrir sunnan Geithellaá, um Háahraun og Fleti og vestur með Fossbrekkum undir Rönum. Síðan vestur um Ræningjalágar og Hvannavelli og áfram undir Grenishlíð að fjallaskálanum í Leirási.

13,4 km
Austfirðir

Jeppafært

Nálægar leiðir: Geithelladalur, Hofsdalur, Flugustaðadalur, Lónsheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins