Forviða hernámslið

Punktar

Bob Herbert segir í New York Times, að ógöngur þess, sem hann kallar fábjánastríðið gegn Írak, muni verða Bandaríkjunum dýrkeypt eins og stríðíð gegn Víetnam var á sínum tíma. Hernámsliðið skilji hvorki menninguna né tungumálið og geti ekki einu sinni lesið götuskiltin. Það sé að fara á taugum og framkalli hryðjuverk með framgöngu sinni. Þetta sé afleiðing ríkisstjórnarstefnu ímyndana og ósanninda.