Forustan fattar

Punktar

Sjálfstæðisforustan hefur áttað sig á, að loforð Framsóknar um afskriftir svokallaðra skulda heimilanna er innantómt rugl. Vilja ekki, að Flokkurinn taki ábyrgð á óðaverðbólgu vegna prentunar 300 milljarða af innistæðulausum seðlum. Líkur hafa því aukizt á stjórnarslitum. Málið snýst ekki um nein efnisatriði. Heldur um, hvort hægt sé með einhverjum sjónhverfingum að dylja innihald aðgerða Framsóknar. Sjálfstæðisforustan segir, að peningar, sem gætu náðst á kostnað kröfuhafa gömlu bankanna, eigi að fara í ríkissjóð. Til að leysa hrikalegan vanda hans, svo sem vegna fyrirsjáanlegs hruns Landspítalans.