Fóru á taugum

Punktar

Leiðtogar brezka íhaldsins fóru á taugum út af sigri Jeremy Corbyn í kosningum brezkra krata. David Cameron segir hann vera ógnun við öryggi ríkisins. Aðrir bæta um betur, segja hann styðja Rússa og Talibana. Þetta er ekki mjög gáfulegt tal til lengdar, þótt það geti hentað heittrúuðustu stuðningsmönnum. Haldi Corbyn áfram að vera mannlegur og alþýðlegur, munu þessar aðdróttanir hrökkva af honum eins og vatn af gæs. Hinu er ekki að leyna, að til lengdar taka flestir brezkir fjölmiðlar bankavini fram yfir alþýðuvini. Þar er vefmiðlun fólksins ekki orðin eins sterk og hér. Því hefur Corbyn enn á brattan að sækja gegn ríkiseigendum.