Fortíðin sigraði endanlega

Punktar

Sigur Recep Erdogan í forsetakosningum Tyrklands markar tímamót. Íslamistar hafa endanlega sigrað Atatürkista. Ferlið tók tólf ár. Áður réðu ferðinni menn eins og Inönü, Menderes og Ecevit, sem áttu rætur í byltingu Atatürks. Sá vildi gera Tyrkland vestrænt, bannaði slæður og fyrirskipaði latínuletur. Styrkur eftirmanna hans var meðal borgarbúa í Istanbul. Hinn stóri massi var hins vegar í sveitum Anatólíu, þar sem voru trúræknir karlar. Þeir flúðu í atvinnuleit til Istanbul, urðu atvinnulausir, leituðu skjóls í bókstafstrú. Tyrkland er á hraðri leið til trúarríkis. Erdogan mun breyta stjórnarskránni og á endanum taka upp eins flokks kerfi. Þekkt ferli í ýmsum ríkjum múslima.