Nýja ríkisstjórnin líkist daglega meira þeirri gömlu. Hún er farin að gæla við að fresta kosningum, því að henni líður svo vel við völd. Hún telur sig þurfa meiri tíma til að koma málum fram. Það er hrein og klár valdasýki. Hún er svo forstokkuð, að hún skipar dæmdan þjóf sem formann bankaráðs. Varla er hægt að haga sér gerræðislegar. Ég held hún sé sambandslaus við andófið, sem fleytti henni til valda. Eftir nokkrar vikur verður hún orðin svo óvinsæl, að heimskir kjósendur telja hana, en ekki Geir, hafa komið þjóðinni á haus.
