Forsetinn hrifsaði völdin

Punktar

Forseti Íslands tilkynnti forseta alþingis í gærkvöldi, að hann hefði frestað alþingi um tíma. Það gerir hann til að hindra umræðu um þingrof og kosningar, sem átti að hefjast í dag. Þetta er í rauninni hallarbylting. Ólafur Ragnar hefur hrifsað völdin til að blása lífi í dauða ríkisstjórn. Jafnframt lýsa útskýrarar Sigmundar Davíðs yfir, að sá hafi ekki sagt af sér, heldur vikið ótímabundið til hliðar. Markmiðið er, að fjölmennasti mótmælafundur sögunnar renni út í sandinn. Valdafólkið haldi áfram að ræna fólkið. Nú ræðst það af viðbrögðum mótmælenda, hvort valdaræningjar komast upp með skítatrikk.