Á velmegunarárum hrunverja var Ólafur Ragnar Grímsson klappstýra útrásarinnar. Flaug um heim allan í einkaflugvélum bófanna og lofaði þá fyrir frábæra snilld í fjármálum og viðskiptum. Vísaði til sérstæðra erfðaeiginleika Íslendinga, sem raunar eru komnir af norskum skattsvikurum. Ólafur Ragnar var lengi að vinna sig úr orðspori, sem hann fékk á þessum tíma. Vildi ekki skilja við embættið án þess að vera aftur orðinn þjóðhetja. Nú er svipað uppi á teningnum. Sérvalið óskabarn hans staðið að leynd og lygum um skattaskjól á aflandseyju. Nú þarf ÓRG aftur að fara út með ruslið sitt. Ætli hann hætti ekki bara við að hætta?
