Er mjög sáttur við lýsingu Þóru Arnórsdóttur á forsetaembættinu eins og hún vill hafa það. Hún segir í bréfi til stuðningsmanna, að forseti geti ekki rækt einingarhlutverk sitt, ef hann rekur eigin stjórnmálastefnu. Hins vegar megi forsetinn taka í taumana, ef brýna nauðsyn krefur. Þannig ætti Þóra sem forseti að geta sett IceSave samninga í þjóðaratkvæði, ef víðtækur vilji er til þess hjá þjóðinni. Hún vill hins vegar ekki grípa forvirkt fram í störf Alþingis. Þannig vill hún málskotsrétt, en ekki forvirk afskipti af pólitík. Það er nákvæmlega svona forseti, sem við þurfum á erfiðum tímum ósættis.
