Með friðarverðlaunum Al Gore hefur nóbelsnefndin viðurkennt, að barátta fyrir umhverfinu sé forsenda friðar í heiminum. Ef mannkynið missir tökin, munu ríki heimsins senn berjast um vatn og olíu, flóðahættu og góðmálma. Hægri afturhaldsmenn hengja sig í örfáar villur í kvikmynd hans, An Inconvenient Truth. Þeir hata Gore eins og pestina. Enda opnaði hann augu milljóna fyrir vitfirringu valdhafa með kvikmyndinni. Staðan er orðin svo slæm, að börn okkar munu eftir örfáa áratugi sæta hruni lífskjara. Þá fer allur auður heimsins í neyðaraðgerðir, því að menn fresta aðgerðum núna.
