Forsæludalur

Frá Grímstungu í Vatnsdal um Forsæludal og Friðmundará að fjallaskálanum Höfðaveri við Vestra-Friðmundarvatn.

Vatnsdalsá rennur um Forsæludal. Þar eru tvö býli, Sunnuhlíð og Forsæludalur.Andspænis Sunnuhlíð sunnan ár er eyðibýlið Þórhallastaðir. Þaðan var draugurinn Glámur, sem Grettir Ásmundarson yfirbugaði með harmkvælum. Nokkru innar í dalnum, nálægt Skessufossi, er Glámsþúfa, þar sem átökin urðu. Sunnan Friðmundarár rennur Vatnsdalsá í miklu gljúfri. Töluvert af fögrum fossum eru á þessum slóðum í Vatnsdalsá. Neðar eru Stekkjarfoss og Dalfoss og ofar eru Kerafoss, Freyðandi, Rjúkandi og Skínandi.

Byrjum við Vatnsdalsá norðan við Grímstungu. Förum suðaustur Forsæludal að Friðmundarárgili. Síðan til austurs norðan gilsins og Friðmundarár að slóð norðvestan úr Kárdal um Dalsbungu. Förum austur slóðina að fjallaskálanum Höfðaveri við Vestra-Friðmundarvatn.

16,0 km
Húnvatnssýslur

Skálar:
Höfðaver: N65 17.490 W19 53.208.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Haukagilsheiði.
Nálægar leiðir: Dalsbunga, Öldumóða, Áfangi, Úlfkelshöfði, Þverflár, Grímstunguheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbók FÍ