Fórnum bara Steingrími

Punktar

Steingrímur Sigfússon er farinn að æpa út af IceSave. Hann um það, hann getur bara sagt af sér. Hefur keyrt sig út á yztu nöf og núna fram af henni. Hann laug, að samingurinn væri frábær, sem reyndist svo vera ömurlegur. Við skulum leggja Steingrím til hliðar. Við skulum heldur semja um, að Alþingi viðurkenni IceSave samninginn með einu skilyrði. Að ársgreiðslur skaðabóta og vaxta fari ekki yfir 2% af landsframleiðslu. Slíkt mun ekki valda hvelli erlendis og ekki frysta opinber lán. Við munum ekki fá nein lán að sinni á frjálsum markaði hvort sem er. Fórnum bara Steingrími og lífið heldur áfram.