Fornleifar beztar

Punktar

Af níutíu rásum á Digital staðnæmist ég aðeins við eina rás, þá sem fjallar um löngu liðna tíma. Ég hafði gaman af sjá fornleifauppgröft í Tróju og leitina að borg Hómers. Ég hafði gaman af að sjá hinar ýmsu birtingarmyndir Kínamúrsins og mér fannst gaman af leitinni að gömlum faraóum í Dal konunganna í Egyptalandi. Flestir þættir um sagnfræði og fornleifagröft á rásinni virðast vera sæmilega vel gerðir og auðvitað bezt þeir, þar sem minnst fer fyrir sögumanni og þar sem hann er ekki valinn út á fegurð. Þetta er það eina, sem ég hef grætt á Digital, síðan ég fékk það fyrir mánuði.