Fornihvammur

Punktar

Mest var reykt í sófasettum úti við glugga, þar sem stuðningsfólk staðarins sat í keng við að borða fram á hné sér. Þar lá líka ljóska endilöng í sófa með kjólinn upp á mið læri og las í bók. Sem betur fer sneri hún höfðinu í gluggann til að fyrirbyggja misskilning vegfarenda. … Staðurinn er bjartur, með parketti í gólfum og borðplötum og rauðri rós og kerti á hverju borði. Veggir eru hvítir með hallærismyndum, þar á meðal eftirlíkingum úr léttu plasti af gömlum marmaramyndum frá Miðjarðarhafi. Gamaldags ljósakrónur í loftinu eru í beztu samræmi við matreiðsluna. …