Fórnardýrið skemmdi vopnið

Punktar

Fasistaeðli löggunnar hefur enn birzt. Arinbjörn Snorrason, lögreglumaður nr. 8716, ók á fótgangandi mótmælandann Ólaf Pál Sigurðsson við Kárahnjúka á sínum tíma. Löggan hefur nú kært Ólaf Pál fyrir skemmdir á löggubílnum, sem urðu við ákeyrsluna. Hann kærði lögguna, en ríkissaksóknari neitaði að rannsaka málið. Hann neitaði að tala við vitni að atburðum, en skrifaði frásagnir fasistanna. Nú hefur löggan ákveðið að láta hné fylgja kviði. Það ákærir fórnardýr tilræðisins fyrir skemmdir á vopni tilræðismannsins. Sem reyndi oftar að keyra á mótmælendur. Í löggunni ráða fasistar ríkjum.