Víða í sögunni eru þjóðir, sem kusu að deyja. Þannig voru Grænlendingar, sem kusu að halda evrópskum háttum. Kunnu ekki að lifa í samræmi við landgæði, dóu úr kulda og vosbúð og sulti. Þannig voru íbúar Páskaeyjar, sem reistu höggmyndir og hjuggu allan skóg, settu þjóðarhag á hausinn. Þannig duttu Mayar úr veraldarsögunni eftir að hafa byggt fræga píramída í Mið-Ameríku. Kannski verða örlög Íslendinga hin sömu, að verða sagnfræðileg þjóð. Fræg fyrir Íslendingasögur, en óhæf til að lifa í heimi ímyndaðra peninga. Margar þjóðir hafa valið sér vitlausa leiðtoga, en fáar eins skyni skroppna og við.