Vesælt gengi ríkisstjórnarinnar í könnunum stafar ekki af efnahagsstöðunni, sem er tiltölulega góð, miðað við hrunið. Það stafar fremur af formannaböli stjórnarflokkanna. Jóhanna Sigurðardóttir er engin landsmóðir. Kemur lítið fram og baular þá mest eins og á útifundi um miðja síðustu öld. Steingrímur J. Sigfússon er ekki heldur neinn landsfaðir, ekki einu sinni flokksfaðir. Honum mistókst að halda flokknum saman, æsti upp jaðarþingmenn hans, jafnvel suma ráðherra. Hvorugur formaðurinn gegnir skyldum sínum við að þjappa saman liði. Stjórnarflokkarnir þurfa sem fyrst að finna sér heppilegri formenn.
