Formaður ofbeldis

Punktar

Eftir dóm Hæstaréttar yfir ofbeldisfullum lögreglumanni er eðlilegt, að sjónum sé beint að formanni lögreglusambandsins. Snorri Magnússon hefur ítrekað sagt ofbeldið vera eðlilegt. Jafnvel eftir dóminn sá hann enga ástæðu til að komið væri tilefni breyttrar hegðunar lögreglumanna. Í öðrum málum áður hefur hann eindregið varið ofbeldi lögreglumanna. Snorra er því ekki sætt í hlutverki formanns. Hann er öðrum lögreglumönnum hvatning til að líta á drukknar konur sem eins konar boxpúða. Greinilegt er, að hópsiðferði lögreglunnar er brenglað með hann sem formann, sífellt að verja óverjandi hegðun stéttar á villigötum.