Samkvæmt símtali Árna Mathiesen og Alistair Darling vissi ríkisstjórnin vikum saman um yfirvofandi hrun. Hún notaði tímann til að leita hjálpar í Bandaríkjunum og víðar, en hafði ekkert upp úr krafsinu. Hins vegar notaði hún ekki tímann til að stöðva IceSave sápukúluna. Hún notaði ekki tímann til að stöðva útrás bankanna allra. Allt var á fullum dampi, þegar það hrundi. Hún laug að viðskiptaríkjum okkar, að allt væri í lagi og rógbar alla útlendinga, sem sögðu annað. Hún laug að okkur eins og hún gat og rógbar alla fræðinga, sem sögðu annað. Þetta er forhert ríkisstjórn.