Forheimskun staðfest

Punktar

Fjölmiðlar gera sér mat úr rannsókn Gerald Crabtree, prófessors í Stanford, á vaxandi heimsku mannkyns. Mestan mat gera sér íslenzkir fjölmiðlar, enda er löngu vitað, að vandinn er hér einna mestur. Samanber hrunið, eftirmál þess og gullfiskaminnið, en einkum þó algert ólæsi á fjármál. Crabtree hefur fundið breytingar á viðkvæmum erfðavísum. Þær leiða til stökkbreytinga í átt til minnkaðs starfs heilans. Hann segir þó, að forheimskunin sé komin skammt á veg. Kannski ætti hann að koma hingað. Og kanna, hvort aldagömul einangrun norður í ballarhafi geti leitt til stórkarlalegra stökkbreytinga á genum.