Forgangur Mammonskirkju

Punktar

Mammonskirkja ríkisins væntir þess að fá tæpra 700 milljón króna leiðréttingu hjá ríkinu. Ríkisstjórnin býður svokallaðar leiðréttingar fyrir vildarhópa, ævinlega á kostnað almennings. Ríka, 400 fermetra fólkið er einn þessara hópa, ríkiskirkjan er annar. Á sama tíma er Landspítalinn rústaður og láglaunafólki skammtað svo naumt, að það þarf að sníkja hjá góðgerðasamtökum til að lifa. Mammonskirkjan er of dýr, þótt hún fái ekki svonefnda leiðréttingu. Hefur nærri óheftan aðgang að skólum og Ríkisútvarpinu. Fær sjálfvirka innsetningu félaga, í stað þess að ungt fólk þurfi með eigin umsókn að taka ábyrgð á aðild sinni.