Forgangsröðun

Punktar

Við getum ekki útrýmt vandamálum, aðeins reynt að halda þeim í skefjum. Við útrýmum ekki fátækt, fíkniefnum, heilsuleysi. Við reynum að fást við þau í samræmi við sameiginlegt fé, sem er til ráðstöfunar. Við verðum að velja og hafna. Sumar aðferðir í baráttu við sjúkdóma eru svo dýrar, að þær mundu taka fé frá öðrum leiðum. Til dæmis eru sum lyf svo dýr, að þau taka fé frá viðureign við sjúkdóma með öðrum lyfjum. Við erum alltaf að skammta. Við sjáum það á biðlistum. Til dæmis bið eftir stálkúlum í mjöðm. Við þurfum að forgangsraða, en höfum ekki manndóm til að viðurkenna það.