Fordæmið frá Líbýu

Punktar

Reynslan frá Líbýu hvetur ekki til vestrænna afskipta af Sýrlandi. Glæpamenn tóku völdin í Líbýu af Gaddafi einræðisherra í fyrra með stuðningi vestrænna ríkja og Atlantshafsbandalagsins. Því meira sem málin breyttust þar í landi, því meira urðu þau eins og áður. Ofstækið og ofbeldið er hið sama og áður. Í síðasta mánuði var þekktasti skurðlæknir landsins, Salem Forjani, tekinn af sjúkrahúsinu og pyntaður í nokkra daga. Forjani er varanlega slasaður eftir meðferðina. Vestræn ríki eiga ekki að hafa afskipti af ríkjum múslima. Þar ráða vitfirringar ríkjum, hver svo sem er ofan á í pólitíkinni hverju sinni.