Fór að tala um annað

Punktar

Katrín Jakobsdóttir spurði Sigmund Davíð á þingi í gær, hvort framsókn stæði heilshugar að söluáformum fjárlagafrumvarpsins á Landsbankanum. Hann svaraði með því að segja sig andvígan byggingu höfuðstöðva bankans á Hörpureit. Katrín spurði forsætis líka, hvort fyrirhuguð sala á Landsbankanum væri að frumkvæði framsóknar og hvernig þetta félli að samþykktum flokksins um að bankinn skuli vera í ríkiseigu. Hann svaraði, að bankann sinnti ekki alltaf hlutverki sínu eins og ráðherrann vildi. Sigmundur getur ekki svarað einföldum og afar skýrum spurningum og fer jafnhraðan að tala um annað. Dæmigerð veruleikafirring hans.