“Tæknilega nauðsynlegt” og “mannleg mistök” segir Sigurður F. Guðmundsson í Fréttablaðinu. Hann var að tala um endurteknar falsanir sínar og föður síns á upplýsingum til veðbókar. Þeir þóttust eiga Tívolílóðina, sem Hveragerði átti raunar. Þetta minnir á yfirlýsingar Árna Johnsen. Orðalagið þekkist: Það er tæknilega erfitt að fara eftir reglum og mannleg mistök að falsa. Þegar upp kemst. Á íslensku heitir það fölsun, þegar menn breyta ítrekað opinberum skjölum eftir undirskrift. En mörgum Íslendingum finnst það vera viðbrögð við tæknilegri nauðsyn. Sannleikurinn skiptir þá minnstu máli.
